Suðurland – Reykjanes

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn 18. maí næstkomandi. Markmið dagsins er að kynna og efla faglegt safnastarf á Íslandi. Hér má finna upplýsingar um dagskrá safnadagsins á Suðurlandi og Reykjanesi.

Byggðasafn Árnesinga

Byggðasafn Árnesinga

Dulúð í Selvogi

Byggðasafn Árnesinga opnar sýninguna Dulúð í Selvogi í Húsinu á Eyrarbakka á alþjóðlega safnadeginum miðvikudaginn 18. maí 2016 kl. 18. Á sýningunni er fjallað um töfra Selvogs í munum, máli og myndum. Fjallað er um landið og fólkið en ýmsir merkir munir úr Selvogi fá að njóta sín. Sýningin er opin alla daga til 30. september.

Eyrargötu 50, Eyrarbakka s: 483 1504/483 1087   www.husid.com lydurp@husid.is

Listasafn Árnesinga

listasafn Árnesinga

Í tengslum við alþjóðadag safna efnir Listasafn Árnesinga til dagskrár sunnudaginn 22. maí kl. 15:00 með listamannaspjalli Péturs Thomsen og Rúríar um verk þeirra á sýningunum Tíð / Hvörf og Tíma – Tal sem nýlega voru opnaðar í safninu. Viðfangsefni þeirra tengjast vel þema alþjóðlega safnadagsins sem í ár er: söfn og menningarlandslag.

Continue reading