Sækja um

Félagið er vettvangur fyrir félagsmenn til að hittast, tjá skoðanir, aðstoða hver annan og styðja við safnastarf í landinu.

Um tvenns konar félagsaðild er að ræða; aðild einstaklinga og aðild stofnana.

 Einstaklingsaðild: 

Félagar geta orðið þeir einstaklingar sem vinna fagleg störf við lista-, minja- og náttúrufræðisöfn og þeir sem lokið hafa námi í greinum sem nýtast í starfsemi slíkra safna 

Einstaklingsaðild felur í sér: 

 • Kosningarétt á aðalfundi félagins.
 • Skráning á póstlistann safnmenn.is
 • Ókeypis aðgangur að söfnum landsins (sjá neðangreindan lista – í vinnslu)
 • Rétt til forskráningar á árlegan farskóla félagsins.
 • Rétt til forskráningar á námskeið á vegum félagsins.
 • Eintak af safnablaðinu Kvistur

Árgjald er 6.000 krónur.

Félagsaðild: 

Félagsaðild geta hlotið þær stofnanir sem starfa á safnasviði og og falla undir skilgreiningu safnalaga nr. 141/2011 á hugtakinu safn. 

Félagsaðild felur í sér: 

 • Kosningarétt á aðalfundi félagins fyrir einn starfsmann stofnunarinnar.
 • Skráning á póstlistann safnmenn.is  fyrir einn starfsmann stofnunarinnar.
 • Ókeypis aðgangur að söfnum landsins fyrir einn starfsmann stofnunarinnar.  (sjá neðangreindan lista – í vinnslu) 
 • Rétt til forskráningar á árlegan farskóla félagsins fyrir einn starfsmann stofnunarinnar.  
 • Rétt til forskráningar á námskeið á vegum félagsins fyrir einn starfsmann stofnunarinnar.  

Árgjald er fyrir stofnun er

1-5 starfsmenn = 10.000 krónur

5-10 starfsmenn= 20.000 krónur

10 og fleiri starfsmenn= 30.000 krónur

Heimilt er að kjósa heiðursfélaga og skulu þeir undanþegnir árgjaldi. 

Hafi félagi ekki greitt félagsgjald í tvö ár í röð fellur hann sjálfkrafa úr félagatali félagsins. 

Aðilar utan félagsins greiða eitt og hálft  gjald á Farskóla félagsins.  

Umsókn um aðild skal senda ritara félagsins og skal tilgreina í                   umsókninni:
a) nafn
b) kennitölu
Einstaklingar þurfa að senda ferilsskrá með umsókninni og tilgreina            vinnustað.
Stofnanir þurfa að tilgreina tengilið, sem hægt verður að hafa samband við vegna félagsgjalda.
Sendu umsókn á gjaldkera félagsins.
Stjórn félagsins tekur umsóknir fyrir á stjórnarfundum.

Sett fram 20.10.2017 með fyrirvara um breytingar.

Uppfært eftir aðalfund félagsins 10.10.2018 er samþykkt var hækkun árgjalds fyrir stofnanir.