Dagskrá Farskóla 2014

DagskráAlmennar upplýsingar – Farskólaskýrsla

Hér má líta nýjustu útgáfu af dagskrá ferðarinnar. Að auki eru ítarlegar upplýsingar um skipulagðar heimsóknir sem allir farskólanemar þurfa að velja úr og skrá sig í.

sun 14. septmán 15. septþri 16. septmið 17. sept

Hótelið

Leonardo Hotel Berlin er við Wilmersdorfer Strasse 32 í Charlotten hverfinu í Berlín. Það eru 50 m í næstu U-Bhan/Metro stöð sem er Bismarckstrasse, 1,2 km í S-Bahn stöðina Charlottenburg og 100 m í verslunarmiðstöðina Wilmersdorfer Arkaden. Hótelið er í göngufjarlægð frá eftirtölum söfnun: Charlottenburg Schloss, Bröhan safnið, Berggruen safniðSammlung Scharf-Gerstenberg, Charlottenburg-Wilmersdorf Museum í OppenheimVilla og Keramik-Museum Berlin. Þá er þýska óperan á næsta götuhorni. Allt í kringum hótelið er að finna hina ýmsu veitingastaði, kaffihús og krár.


Sunnudagur 14. september

kl. 4.30 – Mæting á Leifsstöð

kl. 6.30 – Brottför Keflavík (Flug: WW121)

kl. 12.00 – Koma Berlín

kl. 13.00 – 14.00  – Innskráning  á hótel – Leonardo Hotel Berlin

kl. 14.30 – 18.00Skipulagðar heimsóknir (frjálst val)

A) Charlottenburghöll– hópstjóri Helga Maureen Gylfadóttir

Lagt af stað frá hótelinu kl. 14.30. Höllin er í göngufæri við hótelið eða um 10-15 mín. Höllin lokar kl. 18.00.

Rudolf Scharmann býður safnmenn frá Íslandi velkomna en þar sem um sunnudag er að ræða  getur hann ekki tekið á móti hópnum en býður okkur að skoða okkur um á eigin vegum. Höllin var byggð sem sumarhöll fyrir Sophie Charlotte, eiginkonu Friedrich III. Bygging hallarinnar hófst árið 1695 en hönnuður hennar var Johann Arnold Nering. Höllin var stækkuð á árunum 1701-1713 eftir teikningum Johann Friedrich Eosander. Á árunum 1740-1746 lét Friðrik mikli stækka höllina enn frekar eftir teikningum Georg Wenzeslaus von Knobelsdorff. Um 80% af byggingunum eyðilögðust í hernaðarátökum á árunum 1943-1945. Húsin hafa verið færð sem næst sínu upphaflegu horfi.

B) Museum Berggruen og Sammlung Scharf-Gerstenberg – hópstjóri Bergsveinn Þórsson

Lagt af stað frá hótelinu kl. 14.30. Söfnin eru í göngufæri við hótelið eða um 10-15 mín. Söfnin loka kl. 18.00.

Hópurinn fær leiðsögn um hvort safn fyrir sig og tekur hvor leiðsögn um klukkustund. Byrjað verður á Museum Berggruen.

Þessi tvö söfn standa við Schlossstrasse, til móts við innganginn að Charlottenburghöll. Hús  voru byggð fyrir foringja í konunglegu herdeildinni. Húsin voru byggð á árunum 1851-1859 eftir teikningum Friedrich August-Stüler en hann var undir áhrifum af hönnun Friedrick Wilhelm IV konungs.

Scharf-Gerstenberg-safnið sýnir verk eftir listamennina Goya, Piranesi og Redon. Einnig eru verk eftir Dali, Magritte, Max Ernst, Paul Klee og Dubuffet til sýnis. Sýningar eru á þremur hæðum hússins þar sem sögu súrrealista eru gerð skil.

Berggrue- safnið hýsir safn Heinz Berggruen. Heinz var fæddur og uppalinn í Berlín en flutti til Bandaríkjanna árið 1936. Hann bjó lengstum í París. Heinz gaf einkasafn sitt til fræðingarborgarinnar sinnar eftir sinn dag. Á meðal þess sem má sjá í safninu eru verk eftir Pablo Picasso frá 1897 til 1972, Paul Klee, Henri Matisse, Van Gogh, Braque and Cézanne. Þá er einnig að finna skúlptúra eftir Henri, Laurens og Alberto Giacometti.

C)Pergamonmuseum – hópstjóri Guðný Gerður Gunnarsdóttir

Lagt af stað frá hótelinu kl. 14.30. Safnið er á safnaeyjunni. Þátttakendur taka U-Bahn frá BismarckstrasseZoologischer Garten þar sem skipt er í línu U6 og farið að Hackescher Markt. Þaðan er gengið að safninu. Safnið er opið til kl. 18.00.

Pergamonsafnið er eitt þekktasta safnið í Berlín. Þar er að finna eitt þekktasta safn í Evrópu af forngripum. Safnið heitir eftir hinu fræga Pergamon altari sem má sjá í anddyri safnsins. Safnhúsið verður lokað nú í lok september vegna fyrirhugaðar viðgerða á því.

D)Bauhaus-Archiv / Museum für Gestaltung  – hópstjóri Harpa Þórsdóttir.

Lagt af stað frá hótelinu kl. 15.00. Safnið er í Tiergarten hverfinu. Þátttakendur taka U-Bahn frá Bismarckstrasse rauðu línuna U2 og fara út á Nollendorfplatz. Þaðan er gengið upp Einemstrasse, yfir Lützowplatz og Landwehrkanal og er þá komið að safninu. Ca. 15 min gagna. Safnið lokar kl. 17.00.

Hópurinn fær leiðsögn um safnið kl. 16.00 en leiðsögnin tekur 1 klukkustund.

Bauhaus-Archiv er til húsa við Klingelhöferstrasse 14 en húsið var reista á árunum 1976 – 1979 eftir teikningum Alexander Cvijanovic. Í safninu er að finna arkív, bókasafn og sýningarsali þar sem saga Bauhaus listastefnunnar er rakin.

kl. 18.00Heimsókn til Egils Sæbjörnssonar myndlistarmanns. Farskóli býður upp á léttar veitingar.

Lagt af stað frá hótelinu kl. 18.00 með rútu. Egill Sæbjörnsson myndlistamaður tekur á móti hópnum kl. 18.30 og segir frá sér og listsköpun sinni. Móttakan verður í 400 fm vinnustofu listamannsins og verður boðið upp á léttar veitingar. Vinnustofan er í hverfi þar sem er fjöldi veitingastaða. Þátttakendur eru á eigin vegum að móttöku lokinni.

Fara efst á síðu


Mánudagur 15. september

kl. 8.00-9.45 – Morgunmatur

kl. 10.00 – 14.00 Almenn skoðunarferð um Berlín með leiðsögn. Þátttökugjald 2500 kr. á mann.

Hópstjóri Linda Ásdísardóttir. Lagt af stað frá hótelinu með rútu kl. 10.00. Leiðsögnin tekur fjórar klukkustundir.

Leiðarlýsing frá WOW :

Byrjað verður á að aka um austur Berlín að þeim hluta múrsins sem enn stendur. Þaðan yfir í áhugavert hverfi sem var byggt upp á Rússum til að sýna umheiminum hvers þeir væru megnugir. Þá liggur leiðin í gyðingahverfið og þar er farið út úr bílnum og gengið að átakanlegu minnismerki um helförina.

Ekið hina frægu og gullfallegu götu Unter den Linden en þar sjáum þátttakendur glæsibyggingar og hallir frá tímum Prússa, sem og Brandenburgerhliðið. Því næstu inn í hverfið sem var frægt á millistríðsárunum, hinum gullnu árum skemmtanalífs og sukks.

Þaðan liggur leiðin að nýuppbyggðu stjórnlagahverfi, þar sem ríkistjórnin situr og var allt byggt upp eftir 1990 en þetta svæði var áður á einskismannslandi. Þar sjá þátttakendur Þinghúsið, Kanslarahöllina hennar Angelu Merkel og forsetahöllina. Þaðan er haldið á frægustu götu Berlínar og skoðum þar frábær kennileiti, síðan Ólympíuþorpið stórkostlega frá 1936 eftir að nasistar tóku völdin og svo inn í sendiráðshverfið þar sem við sjáum íslenska sendiráðið.

Eftir heimsókn í sendiráðshverfið liggur leiðin að aðalstöðvum hersins þar sem þeir einu sem reyndu að ráða Hitler af dögum voru drepnir og síðan að Potsdamer Platz nýuppbyggt, Check Point Charlie landamærastöðinni heimsfrægu og svona mætti lengi telja.

Skoðunarferðinni lýkur við íslenska sendiráðið í Berlín kl. 14.00.

kl. 14.00 – Heimsókn í Felleshus. Íslenska sendiráðið. Veitingar í boði farskóla

Hópstjórar Bergsveinn Þórsson formaður FÍSOS og Linda Ásdísardóttir, skólastjóri farskólans.

Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra tekur á móti hópnum. Eftir ákvörðun þýska þingsins að færa höfuðborgina frá Bonn til Berlínar, var hægt að setja á stofn sameiginlegt sendiráðssvæði Norðurlandanna í nýju höfuðborginni. Markmiðið var að undirstrika innbyrðis tengsl Norðurlandanna um leið og sýnt yrði fram á sérstæði hvers lands fyrir sig. Verðlaunatillagan kom frá austurísk-finnska arkitektateyminu Alfred Berger og Tiina Parkkinen. Sérhver sendiráðsbygging er hönnuð af arkitekt frá viðkomandi landi. Fyrsta skóflustungan var tekin sameiginlega af sendiherrum Norðurlanda í maí 1997 og í október 1999 voru sendiráðin opnuð við sameiginlega athöfn.

Staðsetning sendiráðsbygginganna á svæðinu á að endurspegla stöðu þeirra á landakortinu. Þrjú vatnsker á svæðinu milli sendiráðsbygginganna eiga að tákna höfin sem tengja löndin. Koparveggur umlykur sendiráðin. Í Sameiginlega húsinu (Felleshus) er almenningi boðið upp á tónleika, fyrirlestra, kvikmyndasýningar og ráðstefnur auk þess sem þar eru sýningarsalir, fundarsalir, stór og mikil útiverönd og mötuneyti. Skrifstofur ræðismála landanna fimm eru hér einnig til húsa.

Að móttöku lokinni er frjáls tími, það tekur c.a. 30 – 40 mínútur að ganga heim á hótelið. Fyrir áhugasama verður boðið upp á tvær skipulagðar ferðir, annars vegar heimsókn í DDR-Museum eða í sögugöngu um slóðir skáldsagna Steinunnar Sigurðardóttur.

kl. 15.30Heimsókn í DDR-Museum

Hópstjóri Ólöf Breiðfjörð.Lagt af stað frá sendiráðinu með rútu kl. 15.30. Klukkutímaleiðsögn um safnið kl. 15.45. Safnið er opið til kl. 20.00. Safnið er við safnaeyjuna til móts við Berliner Dom.

Melanie Alperstaedt, talsmaður safnsins, tekur á móti hópnum kl. 17.00 og ræðir við þátttakendur um tilurð og tilgang safnsins. Melanie hefur starfað við safnið allt frá stofnun þess. DDR-safnið var opnað árið 2006 og er einkarekið. Það er eitt mesta heimsótta safn Þýskalands. „The visitor is taken on an extraordinary trip into the socialistic past and gets to know, by the human being in the centre of the attention, of the everyday life in the GDR.”

kl. 16.00Gönguferð um söguslóðir JóJó og Fyrir Lísu. Þátttökugjald  18€ á mann.

Hópstjóri Inga Lára Baldvinsdóttir. Lagt af stað frá sendiráðinu með rútu kl. 16.00. Gangan hefst kl. 16.30 við Südstern U-bahn stöðina í Kreuzberg. Gangan tekur um 3 til 3 ½ tíma.

Gönguferð um söguslóðir Jójó og Fyrir Lísu, skáldsögur Steinunnar Sigurðardóttur. Sögusviðið er Kreuzberg í Berlín. Leiðsögumenn Júlía Björnsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir.

Fara efst á síðu


Þriðjudagur 16. september

kl. 8.00-8.45 – Morgunmatur

kl. 9.00 – 12.00 – Skipulagðar heimsóknir – HÓPAR reiknað er með að það séu um 20 manns í hverjum hóp. 

A) Deutsches Technikmuseum – hópstjóri Sigrún Ásta Jónsdóttir.

Lagt af stað frá hótelinu kl. 8.30 og farið á Bismarckstrasse U-Bahn -stöðina og rauða lína U2 tekin. Farið út á Gleisdreieck. Þaðan er nokkra mín. gangur á safnið.

Tekið verður á móti hópnum kl. 9.00 á safninu. Hópurinn hittir prófessor Joseph Hoppe, aðstoðarsafnstjóra og safnvörð, Iris Kühnberger, yfirmanns safnfræðslu og Svenja Gaube, yfirmann móttöku gesta. Þau munu segja frá safninu og áherslum þess. Mikilvægt að þátttakendur verði búnir að kynna sér safnið vel með því að skoða heimasíðu þess til að umræður verði sem gagnlegastar. Eftir kynningu þá gefst kostur á að skoða safnið.

Safnið var stofnað árið 1982 en þá voru sameinaðar um 100 mismunandi sérhæfðar safneignir á sviði tækniminja. Á safninu má meðal annars sjá eimreiðar, flugvélar, báta og vatnstanka. Þá eru hinir ýmsu fornbílar til sýnis sem og mismunadi lestarvagnar. Þá eru sérsýningar um flug, framleiðslu pappírs og vefnað á safninu.

B) Stúdíó Ólafs Elíassonarhópstjóri Sigríður Melrós Ólafsdóttir.

Lagt af stað frá hótelinu kl. 8.30. Stúdíó Ólafs Elíassonar heimsótt. Fjöldi í þennan hóp er takmarkaður.

C) Museum für Fotografie Newton-Sammlung – hópstjóri Inga Lára Baldvinsdóttir.

Lagt af stað frá hótelinu kl. 9.30. Safnið er í göngufæri við hótelið, ca. 15-20 mín. gangur. Þá er einnig hægt að að taka U-Bahn frá Bismarckstrasse en þá er tekin rauða línan U2 og farið út hjá Zoologischer Garten. Safnið er beint á móti þegar komið er út. Safnið opnar kl. 10.00.

Tekið verður á móti hópnum kl. 10.00 og safnið kynnt. Um kynninguna sjá Ludger Derenthal, yfirmaður Sammlung Fotografie og Moritz Wullen, forstöðumaður Kunstbibliothek.

Ljósmyndasafnið var opnað árið 2004 á núverandi stað. Að safninu standa ljósmyndadeild Kunstbibliothek og stofnun Helmuts Newton. Sýningarsvæðið er um 2000 fermetrar. Sýningar stofnunnar Helmuts Newtons eru á tveimur neðri hæðum hússins en sýningar Kunstbibliothek eru í keisarasalnum.

D) Museen Dahlem- Museum Europäischer Kulturenhópstjóri AlmaDís Kristinsdóttir.

Lagt af stað frá hótelinu með rútu kl. 9.00 til Zehlendorf og Dahlem.

Safnstjórin Elisabeth Tietmeyer tekur á móti þátttakendum kl. 10.00 og segir frá safninu.

Evrópska menningarsögusafnið er eitt af þremur söfnum undir Museen Dahlem. Hin tvö eru Asíska listasafnið (Museum für Asiatische Kunst) og Þjóðháttasafnið (Ethnologisches Museum). Ef það gefst tími þá er möguleiki að skoða þau söfn líka.

E) Topographie des Terrors – hópstjóri Haraldur Þór Egilsson.

Lagt af stað frá hótelinu kl. 9.15 og og farið á Bismarckstrasse U-Bahn -stöðina og rauða lína U2 tekin að Potsdamer Platz. Gengið niður Stresemannstrasse og síðan til vinstri inn Niederkirchner Strasse en safnið er húsi nr. 8. Ca. 5-10 mín gangur. Safnið opnar kl. 10.00.

Andreas Sander safnvörður tekur á móti hópnum kl. 10.00 og heldur um 30 mín kynningu á safninu og markmiðum þess. Eftir það gefst tími til umræðna. Af því loknu gefst þátttakendum tækifæri á að skoða sýningar safnsins. Mikilvægt að þátttakendur verði búnir að kynna sér safnið vel með því að skoða heimasíðu þess til að umræður verði sem gagnlegastar.

Þar sem safnið stendur nú stóðu áður þrjú hús sem hýstu starfsemi helstu stofnanna Þriðja ríkisins. Þar voru höfuðstöðvar Reinhard Heydrich og leyniþjónustu Þriðja ríksins. Yfirmaður Gestapó, Heinrich Müller, var með skrifstofu sína í einu húsanna en í því þriðja var skrifstofa Heinrich Himmlers yfirmanns SS-sveitanna. Húsin voru öll rifin eftir stríð. Kjallarar húsanna stóðu þó sumir óhreyfðir og árið 1987 var sett upp um sýningin í þeim þar sem glæpir nasista voru í forgrunni. Árið 2010 var byggt nýtt sýningarhús á svæðinu. Meðfram Niederkirchner Strasse liggur varðveittur hluti af Berlínarmúrnum.

kl. 12.00 – 13.30 – Hádegishlé ( matur á eigin vegum)

kl. 13.30 – 17.00 –  Skipulagðar heimsóknir – HÓPAR

A) Zeughaus – Deutsches Historisches Museum – hópstjóri Sigrún Ásta Jónsdóttir.

Mæting er kl. 13.45 við Foyer Zeughaus Unter den Linden 2. Næsta U-Bahn stöð er Hausvogteiplaz en þar stoppar rauða línan U2. Þaðan er gengið beint upp Oberwallstrasse þar til komið er að Unter den Linden og þá blasir safnið við. Safnið er opið til kl. 18.00 og í næsta nágrenni er safnaeyjan.

Klukkan 14.00 taka Birgitte Vogel, yfirmaður safnfræðslu- og miðlunardeildar, og Friedrun Portele-Anangbye, fulltrúi í safnfræðslu- og miðlunardeild, á móti hópnum og kynna safnið. Mikilvægt að þátttakendur verði búnir að kynna sér safnið vel með því að skoða heimasíðu þess til að umræður verði sem gagnlegastar. Eftir kynningu gefst kostur á skoða safnið.

Þýska sögusafnið er í húsi sem reist var árið 1706 í barokkstíll. Á grunnsýningu safnsins er að finna um 8000 gripi sem sýna sögu Þýskalands í samhengi við sögu Evrópu. Sérsýningar safnsins eru í sýningarsal sem arkitektinn I M Pei hannaði.

B) Sammlung Boros – hópstjóri Sigríður Melrós Ólafsdóttir.

Mæting er við galleríið kl. 13.45 en það stendur við Reinhardstrasse 20 en sú gata liggur á milli tveggja U-Bahn stöðva, Friedrichstrasse og Oranienburger Tor.

Tekið er á móti hópnum kl. 14.00. Hópnum er skipt í tvennt og fá þeir 90 mín. leiðsögn um galleríið. Galleríið er í gömlu loftvarnarbyrgi eftir Albert Speer. Árið 2004 keypti listasafnarinn Christian Boros byrgið og breytti því í gallerí. Boros safnar einkum nútímalist og er safneign hans til sýnis í gallerínu. Einungis 12 gestir geta heimsótt safnið í einu ef fleiri velja safnið verður hópnum skipt í tvennt.

C) Deutsche Kinemathek – Museum für Film und Fernsehen– hópstjóri Inga Lára Baldvinsdóttir og Linda Ásdísardóttir.

Mæting við innganginn kl. 13.45. Safnið er við Potsdamstrasse 2 og er næsta U-Bahn stöð Potsdamer Platz. Safnið er opið til kl. 18.00.

Klukkan 14.00 tekur Jurek Sehrt, yfirmaður safnfræðslu, á móti hópnum á 4. hæð safnsins. Kl. 14.15-14.45 heimsækja þátttakendur filmugeymslur safnsins á 7. hæð þar sem Prófessor Koerber, yfirmaður filmusafnsins, tekur á móti hópnum og kynnir starfsemina. Frá kl. 14.45 til 15.30 ætlar Jurek að kynna sýningar safnsins og þá gefst tími til að skoða þær. Klukkan 15.30 hittir hópurinn sýningarstjóra safnsins, P. Mäns ásamt Jurek þar sem gefst tími til umræðna um sýningargerð og safnfræðslu á Kvikmyndasafninu. Heimsókninni lýkur kl. 16.15. Mikilvægt að þátttakendur verði búnir að kynna sér safnið vel með því að skoða heimasíðu þess til að umræður verði sem gagnlegastar.

Kvikmyndasafnið er einkarekið safn sem rekur sögu kvikmynda allt frá upphafi til dagsins í dag. Megináherslan er á þýskar kvikmyndir. Þá eru þar líka til sýnis munir sem voru í eigu leikkonunnar Marlene Dietrich.

D) Domäne Dahlem – Landgut und Museumhópstjóri AlmaDís Kristinsdóttir.

ATH – Hér er gert ráð fyrir því að sami hópur sæki þetta safn heim og sótti Museen Dahlem heim fyrir hádegi.

Mæting kl. 13.30 við innganginn á safninu. Safnstjórinn Dr. Peter Lummel tekur á móti hópnum og sýnir honum safnið.  Domäne Dahlem er herragarður og sveitasetur en húsið var byggt fyrir Cuno Johann von Wilmersdorff í kringum 1680. Safnið er í anda útisafna sem má finna víða í Þýskalandi og á Norðurlöndunum.

E) Jüdisches Museum Berlinhópstjóri Haraldur Þór Egilsson.

Mæting kl. 13.45 við aðalinngang safnsins. Safnið stendur við Lindenstrasse 9-14. Safnið liggur á milli U-Bahn stöðvanna Hallesches Tor og Kochstrasse. Safnið er opið til kl. 20.00.

Maren Krüger, yfirmaður grunnsýningar safnsins og Frk. Petersen, safnvörður í safnfræðslu-deild safnsins, taka á móti hópnum og halda um 30 mín. kynningu um safnið. Eftir kynninguna gefst tími til umræðna. Að því loknu gefst þátttakendum kostur á að skoða safnið og þeir sem vilja geta fengið hljóðleiðsögn að láni.

Safnhúsið er hannað af arkitektnum Daniel Libeskind. Safnið heldur utan um sögu gyðinga í Þýskalandi í gegnum aldirnar.

kl. 18.00 – Hochschule für Technik und Wirtschaft, Treskowallee (valfrjálst)

Hópstjóri Inga Lára Baldvinsdóttir. Mæting kl. 18.00 við skólann. Þórir Ingvarsson, forvörslunemi við Hochshule für Technik und Wirtschaft Berlin, býður áhugasömum farskólanemendum að heimsækja sig í skólann og skoða forvörsludeild skólans. Skólinn er við Treskowallee 8 og tekur um 40 mín að fara með almenningssamgöngum frá Safnaeyjunni. Þegar ljóst er hve margir fara sendir hópstjóri frekari leiðbeiningar.

Fara efst á síðu


Miðvikudagur 16. september

kl. 8.00-8.45 – Morgunmatur

kl. 9.00 – Skipulagðar heimsóknir

A) Hamburger Bahnhof – Museum für Gegenwart– hópstjóri Ágústa Kristófersdóttir.

Lagt af stað frá hótelinu kl. 9.15 og farið á Bismarckstrasse U-Bahn -stöðina og rauða lína U2 tekin. Skipt á Zoologischer Garten og S-5 tekin að Hauptbahnhof. Safnið opnar kl. 10.00.

Dr. Gabriele Knapstein, sýningarstjóri safnsins, tekur er á móti hópnum kl. 10.00 og kynnir safnið fyrir þátttakendum. Að kynningu lokinni gefst þátttakendum kostur á að skoða safnið.

Þetta listasafn er til húsa í gamalli lestarstöð en húsið var reist árið 1847. Húsið var opnað sem listasafn árið 1996 eftir gagngerar endurbætur en umsjón með þeim hafði Josef Paul Kleihues. Þetta safn er talið vera eitt besta nútímalistasafn í Evrópu þar sem má sjá hlið við hlið kvikmyndir, vídeólistaverk, tónlist, hönnun, málverk og skúlptúra.

B) The Story of Berlin – hópstjóri Helga Maureen Gylfadóttir.

Lagt af stað frá hótelinu kl. 9.15. Safnið er í göngufæri við hótelið, ca. 15-20 mín. gangur. Þá er einnig hægt að að taka U-Bahn frá Bismarckstrasse en þá er tekin rauða línan U2. Skipt er á Wittenbergplatz og græna línan U1 tekin að Uhlandstrasse.

Tekið er á móti hópnum og veitt leiðsögn um sýninguna.

Sýning The Story of Berlin er margmiðlunarsýning þar sem 800 ára saga Berlínar er rakin í máli og myndum. Sýningunni er skipt í 23 herbergi með mismunandi þemum. Sýningin opnaði árið 1999 og er einkarekin.

C) Stasi Museum Berlin– hópstjóri Helgi Máni Sigurðsson.

Lagt af stað frá hótelinu kl. 8.15 með rútu. Safnið er í norðausturhluta Berlínar.

Jörg Drieselmann safnstjóri tekur á móti hópnum kl. 9.00 og situr fyrir svörum. Stasi-safnið er til húsa í einni af stjórnarbyggingum Innanríkisráðuneytis GDR. Þar er saga Stasi rakin, hugmyndafræði þeirra og  skipurit.

D) Museum in der Kulturbrauerei – hópstjóri Ólöf Breiðfjörð.

Lagt af stað frá hótelinu kl. 9.15 og farið á Bismarckstrasse U-Bahn stöðina og rauða lína U2 tekin að Eberswalder Strasse. Safnið stendur við Knaackstraße 97 og er í byggingu 6.2, Staircase B. Safnið opnar kl. 10.00.

Grunnsýning safnisns heitr Alltag in der DDR og fær hópurinn leiðsögn um sýninguna. Á sýningunni er varpað ljósi á það hvernig það var raunverulega að búa í DDR á móts við þá glansmynd sem stjórnvöld stóðu á baki. Safnið opnaði árið 2013 og er í gamalli bruggverksmiðju.

E) Martin-Gropius-Bau– hópstjóri Hörður Geirsson.

Lagt af stað frá hótelinu kl. 9.15 og farið á Bismarckstrasse U-bahn-stöðina og rauða lína U2 tekin að Potsdamer Platz. Gengið niður Stresemannstrasse og síðan til vinstri inn Niederkirchner Strasse en safnið er húsi nr. 7. Ca. 5-10 mín gangur. Safnið opnar kl. 10.00.

Prófessor Sievernich safnstjóri tekur á móti hópnum kl. 10 og heldur kynningu um safnið og áherslur þess. Safnið er í húsi sem reist var árið 1881 sem lista- og handverkssafn. Í dag hýsir húsið ýmsar sérsýningar sem viðkemur listum, arkitektúr og ljósmyndun. Hópnum gefst kostur á að skoða tvær sýningar; „The World ca. 1914. Colour photography“ og
„The Vikings“. Einungis 10 manns á hvora sýningu.

Eftir hádegi miðvikudaginn 17. september eru þátttakendur á eigin vegum og gefst þeim þá tækifæri að heimsækja söfn að eigin vali. 

kl. 19.00 – Sameiginlegur kvöldverður

Lagt af stað frá hótelinu kl. 19.00 með rútu. Tilboðið sem farskólastjórn hefur borist hljóðar upp á 55 €.

ATHUGIÐ – hér er ekki um endanlegt verð að ræða en gefur vísbendingu um kostnað. Nánari upplýsingar um matseðil og verð verða sendar þátttakendum þegar endanlegur fjöldi þátttakenda í ferðina er ljós.

Fara efst á síðu


Fimmtudagur 18. september

kl. 8.00-10.30 – Morgunmatur

kl. 10.00 – 10.30 – Tékka út af hóteli

kl. 10.30 – Akstur út á flugvöll

kl. 12.40 – Brottför Berlín (Flug:  WW122)

kl. 14:25 – Koma Keflavík

Fara efst á síðu